Vínklúbbur Mosfellsbæjar
Alla miðvikudaga kl. 19-20.
Árgjald í vínklúbbinn er 10.000 kr. á mann – innifalið í gjaldinu er Gala kvöldverður sem haldinn verður seinni hluta tímabilsins.
Öll miðvikudagskvöld munum við fá til okkar fagfólk og sérfræðinga í víngeiranum með kynningu og smökkun á sínum vörum.
Matreiðslumenn Blik Bistro reiða fram léttar tapas veitingar,
paraðar með hverju og einu víni.
Verð fyrir hvert skipti er 3.000 kr. og stendur yfir frá kl. 19-20.
Framundan hjá okkur
Hér birtum við dagskrána framundan.
Við hlökkum til að sjá ykkur í haust!